Þorlákshafnargarður

Um verkefnið

  • wpd er með til skoðunnar virkjanakost í Ölfusi
  • Vindorkuver á Hafnarsandi hefur verið til athugunar frá árinu 2022
  • Virkjunarkosturinn hefur verið nefndur Þorlákshafnargarður og var sendur inn til verkefnastjórnar Rammaáætlunar 2023. Ath. Kennistærðir í rammaáætlun sýna alltaf alger hámörk virkjanakosta 
  • Vindmælingar wpd hafa verið í gangi síðan í september 2023
  • wpd tekur við sem þróunaraðili verkefnisins sumarið 2024
  • Svæðið er talið henta vel fyrir vindorku út frá fyrstu athugunum en álykta má að fjöldi vindmylla verði allt að 48 með heildarhæð á bilinu 130-210 m, uppsett afl um 7,2MW og yrði þá heildarstærð vindorkuversins allt að 345,6 MW. Vert er að athuga að frekari rannsóknir og þróun gætu orðið til þess að breyting verði á uppröðun og að aðrar vindmyllur yrðu fyrir valinu.

Upplýsingar um verkefnið

Fjöldi vindmylla: Allt að 48
Tegund: Vindorkuver
Hæð með spaða í efstu stöðu: Allt að 210 m
Afl hverrar vindmyllu: Allt að 7,2 MW
Uppsett heildarafl: Allt að 345,6 MW
Orkuvinnslugeta: Allt að 1.640 GWh/ári
Staðsetning: Ölfus