Sumarið 2022 var fyrirtækið wpd Ísland ehf. stofnað í Reykjavík með það meginmarkmið að þróa, reisa og reka vindorkuver á Íslandi. wpd Ísland ehf. byggir á 30 ára reynslu wpd Group í þróun vindorkuvera á landi um allan heim og mun nýta þá reynslu til að vinna að vindorkuverkefnum í samvinnu við sveitarfélög og íslenska samstarfsaðila.

Kynntu þér frekar

wpd þróar og rekur sólar- og vindorkuver á landi, í Þýskalandi, Evrópu, Asíu og í Norður og Suður Ameríku. wpd styður við verkefnin í gegnum allan líftíma þeirra, frá fyrstu hugmyndum alveg til niðurrifs og mögulegrar endurnýjunar. wpd sér um hönnun sólar- og vindorkuvera ásamt því að sjá um landleigusamninga og sækja um öll nauðsynleg leyfi fyrir verkefnin. wpd sér um fjármögnun verkefnanna, tryggir bestu kjör fyrir kaup á tæknibúnaði og tryggir það að verkefnið gangi hnökralaust fyrir sig.

Kynntu þér frekar

Kolefnisfótspor og sjálfbærni


wpd stuðlar ekki einungis að framboði á endurnýjanlegri raforku heldur jafnar það einnig að fullu upp kolefnislosun fyrirtækisins.

wpd styður til dæmis við byggingu smárra lífgasverksmiðja í Nepal, endurvætun á mýrlendi í Þýskalandi og önnur verkefni um allan heim.